Leikur flautaður af vegna mótmæla

Rosenborg vann Manchester United á dögunum í æfingaleik.
Rosenborg vann Manchester United á dögunum í æfingaleik. AFP/ Ole Martin Wold

Leikur Rosenborg og Lilleström í norsku úrvalsdeildinni var flautaður af vegna mótmæla stuðningsmanna gegn VAR myndbandsdómgæslunni.

Leikurinn var fjórum sinnum stöðvaður vegna mótmæla á fyrsta hálftíma leiksins því stuðningsmenn beggja liða voru að mótmæla VAR. Stuðningsmenn hentu fiski og tennisboltum inn á völlinn.

Stuðningsmenn Rosenborg sýndu borða sem stóð á „við munum ekki gefast upp, VAR mun fara“ en stuðningsmenn eru mjög ósáttir við tæknina sem kom í deildina í fyrra.

Ekki er kominn ný dagsetning fyrir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert