Íslendingaslagur í Evrópudeildinni?

Hörður Björgvin Magnússon (vinstri) og Sverrir Ingi Ingason (miðja) eru …
Hörður Björgvin Magnússon (vinstri) og Sverrir Ingi Ingason (miðja) eru samherjar hjá Panathinaikos. mbl.is/Eyþór Árnason

Tvö Íslendingalið geta mæst í þriðju umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu en dregið var til hennar rétt í þessu.

Panathinaikos frá Grikklandi, sem varnarmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason leika með, getur mætt Ajax frá Hollandi, sem Kristian Nökkvi Hlynsson leikur með.

Til þess þurfa liðin að vinna mótherja sína í 2. umferð í þessari viku og þeirri næstu en þá leikur Panathinaikos við Botev Plovdiv frá Búlgaríu og Ajax mætir Vojvodina Novi Sad frá Serbíu.

Það yrði sögulegt ef Ajax og Panathinaikos myndu mætast því léku til úrslita um Evrópumeistaratitilinn árið 1971 á Wembley í London þar sem Ajax hafði betur, 2:0.

Elfsborg, lið Eggerts Arons Guðmundssonar og Andra Fannars Baldurssonar, gæti líka leikið í 3. umferðinni, ef það hefur betur gegn Sheriff Tiraspol frá Moldóvu í 2. umferð. Gangi það eftir mun Elfsborg mæta annað Corvinul frá Rúmeníu eða Rijeka frá Króatíu í 3. umferð.

Þá er áhugavert að sjá hver leið Víkinga hefði verið ef þeir hefðu unnið Shamrock Rovers í fyrstu umferð Meistaradeildar, en síðan fallið út gegn Spörtu Prag í 2. umferðinni. Þá hefðu þeir farið í 3. umferð Evrópudeildar og leikið gegn Celje frá Slóveníu eða Slovan Bratislava frá Slóvakíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert