Mætir United og Liverpool í fyrstu leikjunum

Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki fyrir West Ham.
Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki fyrir West Ham. Ljósmynd/@westhamwomen

Dagný Brynjarsdóttir og samherjar í West Ham hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sunnudaginn 22. september.

Niðurröðun deildarinnar var birt í dag og West Ham byrjar á að heimsækja Manchester United og fær síðan Liverpool í heimsókn í annarri umferðinni sunnudaginn 29. september.

Dagný hefur leikið með West Ham frá ársbyrjun 2021 og var gerði fyrirliði liðsins ári síðar. Hún lék ekkert á síðasta tímabili þar sem hún eignaðist sinn annan son snemma á árinu en var komin í leikmannahópinn á ný í maí.

West Ham endaði í ellefta sæti af tólf liðum í deildinni á síðasta tímabili en aðeins neðsta liðið fellur þannig að liðið hélt sér uppi. Chelsea varð enskur meistari á betri markatölu en Manchester City en Arsenal, Liverpool og Manchester United enduðu í sætum þrjú til fimm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert