Bosníumaðurinn stórgóður í fyrsta keppnisleik Mourinho

Edin Dzeko átti stórleik fyrir Fenebahce.
Edin Dzeko átti stórleik fyrir Fenebahce. mbl.is/Óttar Geirsson

Bosníumaðurinn Edin Dzeko átti stórleik þegar að lið hans Fenerbahce frá Tyrklandi hafði betur gegn Lugano frá Sviss, 4:3, í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta í Sviss í dag. 

Dzeko skoraði þrjú fyrstu mörk Fenerbahce en leikurinn var sá fyrsti undir stjórn José Mourinho. 

Tyrkneski landsliðsmaðurinn Ferdi Kadioglu bætti við fjórða markinu á 74. mínútu en liðin mætast aftur í Tyrklandi eftir viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert