Ráðinn í þriðja sinn

Javier Aguirre.
Javier Aguirre. AFP

 Javier Aguirre tekur við mexíkóska karlalandsliðinu í knattspyrnu í þriðja sinn eftir slaka frammistöðu þess í Ameríkubikarnum.

Jaime Lozano, fyrrum þjálfara liðsins, tókst ekki að koma Mexíkó upp úr B-riðli í Ameríkubikarnum fyrr í sumar en liðið var í riðli með Venesúela, Ekvador og Jamaíka sem Heimir Hallgrímsson þjálfaði.

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rafael Marquez verður aðstoðarþjálfari en hann spilaði til dæmis frá 2003-2010 með Barcelona og er fyrrverandi fyrirliði Mexíkó.

 Aguirre stýrði Mexíkó frá 2001-2002 og aftur 2009-2010.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert