Staða Rúnars óljós

Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Staða knattspyrnumarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar hjá FC Köbenhavn er óljós en hann var ekki í byrjunarliðinu í fyrsta leik gegn Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í gær. 

Nathan Trott, sem gekk til liðs við félagið fyrr í sumar, var í byrjunarliðinu í leiknum gegn Lyngby sem vannst, 2:0. Orri Steinn Óskarsson skoraði þá fyrra mark FCK. 

Rúnar Alex kom til FCK í byrjun febrúar á þessu ári en þurfti að sætta sig við bekkjarsetu þar sem Pólverjinn Kamil Grabara varði mark Kaupmannahafnarliðsins. 

Mikil samkeppni um markmannstöðuna

Í viðtali eftir leik var Jacob Neestrup þjálfari liðsins spurður um byrjunarliðsstöðuna. 

„Það er mjög mikil samkeppni um markmannsstöðuna. Trott var í liðinu í dag og stóð sig vel en Rúnar Alex er búinn að standa sig vel og setur mikla pressu á hann,“ sagði Neestrup meðal annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert