Stórliðið of sterkt fyrir Færeyingana

Færeyingarnir áttu í erfiðleikum með Malmö.
Færeyingarnir áttu í erfiðleikum með Malmö. Ljósmynd/KÍ Klaksvík

Sænska stórliðið Malmö er í góðri stöðu i einvígi sínu gegn KÍ Klaksvík frá Færeyjum eftir sigur, 4:1, í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu í Malmö í kvöld. 

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Klaksvík í Færeyjum eftir nákvæmlega viku. 

Lasse Berg Johnsen skoraði tvö mörk og Hugo Bolin eitt til að koma Malmö í 3:0 í fyrri hálfleik. 

Árni Frederiksberg minnkaði muninn fyrir Klaksvík á 71. mínútu, 3:1, en á 85. mínútu kom Sören Rieks Malmö aftur þremur mörkum yfir, 4:1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert