Hrósar Orra í hástert

Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn Óskarsson Eggert Jóhannesson

Fyrrum knattspyrnumaðurinn og þjálfarinn David Nielsen segir Orra Stein Óskarsson vera fullmótaðan leikmann. FCK hefur hafnað stórum tilboðum frá Evrópu í framherjann unga.

Nielsen þjálfaði Lyngby á síðasta tímabili eftir brotthvarf Freys Alexanderssonar og brottrekstur Magne Hoseth en hann hefur þjálfað í norsku og dönsku úrvalsdeildunum undanfarin ár. Nielsen var í hlutverki sérfræðings á TV2 í leik Lyngby og FCK þar sem Orri lék afar vel og skoraði fyrra markið í 2:0 sigri.

„Hann er fullmótaður leikmaður sem er klókur í vítateignum. Þegar þú átt framherja sem getur dregið sig aftar á völlinn og spilað með liðsfélögum sínum, hlaupið aftur fyrir vörnina og ógnað eins og Orri gerir, ásamt því að skora mörk þá skilur maður afhverju FCK vill ómögulega missa leikmanninn“.

Orri framlengdi nýverið samning sinn við Kaupmannahafnarliðið en hann hefur verið orðaður við Girona, Atalanta og Stuttgart meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert