Mourinho reiður yfir gervigrasi

Jose Mourinho vill spila á náttúrugrasi
Jose Mourinho vill spila á náttúrugrasi AFP/Yasin Akgul

Jose Mourinho, þjálfari Fenerbahce í Tyrklandi, var vægast sagt ósáttur við gervigrasvöll svissneska liðsins Lugano en liðin mættust í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Fenerbahce vann 4:3 í skemmtilegum leik en Portúgalinn skilur ekki hvers vegna UEFA heimilar gervigrasvelli í keppninni.

„Við reyndum að að einbeita okkur að hlutum sem við getum sjálfir stjórnað fyrir leikinn og hugsuðum ekki of mikið um undirlagið en að spila góðan fótbolta á gervigrasvelli er mikil áskorun. Boltinn rúllar ekki eins og hann á að gera, leikmenn eiga erfitt með að rekja boltann og hraði leiksins minnkar“, sagði Mourinho í leikslok.

„Ég skil ekki hvers vegna UEFA leyfir gervigrasvelli í Meistaradeildinni og ég skil heldur ekki hvers vegna gott lið eins og Lugano velur að spila á slíku undirlagi, það er ekki það besta fyrir leikinn.

Síðari leikur liðanna fer fram næstkomandi þriðjudag í Tyrklandi, á grasi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert