Stærstu deildirnar í mál við FIFA

Guðni Bergsson ásamt forseta FIFA, Gianni Infantino
Guðni Bergsson ásamt forseta FIFA, Gianni Infantino Skapti Hallgrímsson

Stóru deildirnar í Evrópu, þar á meðal enska úrvalsdeildin, hafa stefnt alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir misbeitingu valds og skorti á samráðs. Deildarsamtök Evrópu segja landsleiki of marga og skaða deildarkeppnir og heilsu leikmanna.

Tilefnið er 32-liða heimsmeistaramót félagsliða en tólf evrópsk lið taka þátt í mótinu, þar á meðal Manchester City og Chelsea.

Alþjóðlegu leikmannasamtökin, Fifpro, standa með deildarsamtökunum í málinu og í yfirlýsingu Fifpro kemur fram að málsókn til Evrópuráðs sé eina ábyrga leiðin til að verja „fótboltann, starfsmenn og vistkerfi fótboltans“.

„FIFA hefur ítrekað hafnað samráði við landsdeildir og leikmannasamtök þegar ákvarðanir eru teknar. FIFA hefur tekið eigin keppnir framyfir skyldur samtakana sem yfirvald og skaðað fjárhag landsdeildanna og heilsu leikmanna“ segir í yfirlýsingu Fifpro.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert