„Vanvirðing gagnvart öllum öðrum liðum“

Emma Hayes á blaðamannafundi á dögunum.
Emma Hayes á blaðamannafundi á dögunum. AFP/Angela Weiss

Emma Hayes, nýráðin þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, telur Bandaríkjamenn fara of langt fram úr sér

Hayes tók við liðinu í maí eftir frábæra tíma með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og stýrir því á Ólympíuleikunum í sumar.

„Eitt helsta vandamálið hefur verið að við tölum of oft um „hvað gerist þegar þið komist í undanúrslit og úrslit“ og mér finnst vanvirðing gagnvart öllum öðrum að tala svona. Leikurinn hefur þróast þannig að  það er ekkert sjálfsagt að komast svona langt þegar kvennafótbolti er kominn svona langt í öllum heiminum.

Það eru frábær lið á þessu móti og hver sem er getur unnið hvern sem er. Ég held við þurfum að endurstilla okkur og bera virðingu fyrir öðrum. 

Það eina sem ég er að hugsa um er að vinna fyrsta leikinn. Það eru mistök að hugsa öðruvísi. Þú þarft að vinna fyrsta leikinn, vinna svo næsta og reyna svo að vinna riðilinn og þá getur þú farið að tala um næstu stig,“ sagði Emma Hayes, þjálfari bandaríska landsliðsins, en fyrsti leikur liðsins er gegn Sambíu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert