Enn einn Íslendingur til Englands

Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson. Ljósmynd/Plymoth

Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs við Plymouth Argyle í ensku B-deildinni.

Félagið tilkynnti hann sem nýjan leikmann í dag en hann kemur þangað frá KAS Eupen sem féll úr belgísku A-deildinni í vor. Guðlaugur Victor er 33 ára varnarmaður eða varnartengiliður og hefur leikið 44 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Hann snýr þar með aftur til Englands eftir þrettán ára fjarveru en Guðlaugur Victor hóf atvinnuferilinn hjá Liverpool, þar sem hann spilaði með unglinga- og varaliði, og var lánaður  um skeið til Dagenham í C-deildinni.

Hann hefur síðan leikið með Hibernian í Skotlandi, New York Red Bulls í Bandaríkjunum, Nijmegen í Hollandi, Helsingborg í Svíþjóð, Esbjerg í Danmörku, Zürich í Sviss, Darmstadt og Schalke í Þýskalandi, DC United í Bandaríkjunum og nú síðasta tímabil með Eupen í Belgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert