AC Milan hafði betur gegn City

Davide Calabria og Jack Grealish í leiknum í nótt.
Davide Calabria og Jack Grealish í leiknum í nótt. AFP/Charly Triballeau

Enska knattspyrnufélagið Manchester City tapaði, 3:2, gegn AC Milan í æfingaleik í New York í Bandaríkjunum í nótt.

Erling Haaland kom City yfir eftir 19 mínútur en 22 ára gamli Ítalinn, Lorenzo Colombo, skoraði tvö mörk á fjórum mínútum og kom Milan 2:1 yfir í fyrri hálfleik.

James McAtee jafnaði metin fyrir City á 55. mínútu en Marco Nasti skoraði sigurmark Milan á 78. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert