Glódís setti meistaraskjöldinn í Bayern-safnið

Maria Luisa Grohs og Glódís Perla Viggósdóttir með skjöldinn.
Maria Luisa Grohs og Glódís Perla Viggósdóttir með skjöldinn. Ljósmynd/FC Bayern Frauen

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði þýska meistaraliðsins Bayern München og íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tók þátt í hátíðlegri athöfn hjá þýska félaginu í morgun.

Hún og markvörðurinn Maria Luisa Grohs mættu þá með þýska meistaraskjöldinn sem Bayern fékk í vor og komu honum fyrir á sýningarsafni félagsins í höfuðstöðvum þess.

Rætt  var við þær báðar í tilefni þess á samfélagsmiðlum félagsins. „Það er auðveldara að vinna titil en að verja titil. Nú reynum við að verja titilinn og það er næsta skref hjá okkur. Fyrir mig var þetta enn sérstakara þar sem þetta var mitt fyrsta tímabil sem fyrirliði liðsins," sagði Glódís m.a. við þetta tækifæri.

Myndskeið af athöfninni og viðtalinu má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert