Þrjár Guðjohnsen-kynslóðir hafa skorað í Belgíu

Arnór Guðjohnsen í leik með belgíska liðinu Anderlecht.
Arnór Guðjohnsen í leik með belgíska liðinu Anderlecht. mbl.is/Einar Falur

Þegar Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sigurmark Gent gegn Kortrijk í fyrstu umferð belgísku A-deildarinnar í knattspyrnu í  gær fetaði hann í fótspor föður síns og afa.

Arnór Guðjohnsen, afi hans, skoraði 66 mörk fyrir Lokeren og Anderlecht í 280 leikjum í deildinni á árunum 1978 til 1990, en hann varð bæði markakóngur deildarinnar og belgískur meistari með Anderlecht, og valinn besti leikmaður deildarinnar 1986-87.

Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki í leik með Cercle Brugge.
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki í leik með Cercle Brugge. AFP/Kurt Desplenter

Eiður Smári Guðjohnsen, faðir hans, sem ólst upp í Belgíu, skoraði 13 mörk fyrir Cercle Brugge og Club Brugge í 59 leikjum í deildinni þegar hann lék með liðunum á árunum 2013 og 2014.

Þetta er í fyrsta skipti sem þrír ættliðir íslenskra knattspyrnumanna skora í sömu atvinnudeildinni erlendis.



Andri Lucas Guðjohnsen er kominn á blað strax í fyrsta …
Andri Lucas Guðjohnsen er kominn á blað strax í fyrsta leik í Belgíu. Ljósmynd/Alex Nicodim
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert