Færeyingarnir sigruðu stórliðið í Djúpumýri

Klaksvíkurliðið vann Malmö.
Klaksvíkurliðið vann Malmö. Ljósmynd/KÍ Klaksvík

Færeyska knattspyrnuliðið KÍ Klaksvík vann sænska stórliðið Malmö, 3:2, í seinni leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu á heimavelli Klaksvíkur Djúpumýri í kvöld. 

Malmö vann hins vegar fyrri leikinn, 4:1, og fer samanlagt 6:4 áfram. 

Klaksvík fer niður í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar PAOK frá Grikklandi eða Borac Banja Luka frá Bosníu. Þar er staðan 3:2 fyrir PAOK eftir fyrri leikinn í Grikklandi.

Árni enn einu sinni maðurinn

Sigurinn tryggir Færeyingum hins vegar viðbótar stig inn í styrkleikaflokki UEFA. 

Alexander Berntsson kom Klaksvík yfir á 2. mínútu leiksins en Hugo Bolin jafnaði metin fyrir Malmö á 13. mínútu, 1:1. 

Andres Christiansen kom Malmö yfir, 2:1, á 59. mínútu en sex mínútum síðar skoraði aðalkall Klaksvíkur Árni Frederiksberg og jafnaði metin, 2:2. 

Árni var aftur á ferðinni undir blálok leiks og tryggði Klaksvík frábæran sigur, 3:2. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert