Albert orðaður við Stuttgart

Albert Guðmundsson fagnar marki sínu gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins …
Albert Guðmundsson fagnar marki sínu gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins um sæti á EM í vor. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er orðaður við þýska félagið Stuttgart í nokkrum fjölmiðlum.

Vitnað er í ítalska íþróttafréttamanninn Gianluca di Marzio sem segir á heimasíðu sinni að Stuttgart virðist hafa áhuga á Alberti sem hefur verið orðaður við flest stóru liðin á Ítalíu eftir góða frammistöðu með Genoa í ítölsku A-deildinni síðasta vetur.

Stuttgart, sem er vinsælt á Íslandi eftir að Ásgeir Sigurvinsson og Eyjólfur Sverrisson gerðu þar garðinn frægan á síðustu öld, hefur lyft sér upp úr löngum öldudal í þýska fótboltanum. Liðið hafnaði í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar síðasta vetur, á eftir Bayer Leverkusen en á undan stórveldinu Bayern München, og leikur því í Meistaradeild Evrópu í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert