Klopp fastur á því að klára fríið sitt

Jürgen Klopp er goðsögn í Liverpool-borg.
Jürgen Klopp er goðsögn í Liverpool-borg. AFP/Filippo Monteforte

Jurgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, ætlar ekki að taka við enska karlalandsliðinu í fótbolta né öðru liði í ár.

Enska landsliðinu vantar þjálfara en starfið hefur verið laust frá því að Gareth Sothgate hætti eftir Evrópumótið í sumar þar sem England tapaði úrslitaleiknum gegn Spáni. Klopp hætti sem stjóri Liverpool eftir síðasta tímabil.

„Þegar ég hætti þá sagði ég að ég ætli að taka pásu í ár, sumir misskildu mig greinilega því ég fékk símtal daginn eftir, ég sagði „ertu klikkaður? Ég úrskýrði þetta í gær.““ 

Það er ekkert, ekkert starf ekki neitt. Ekkert félagslið né land. England? Það væri vandræðalegt að gera undantekningu fyrir ykkur.

Ég mun vinna við eitthvað aftur. Ég er of ungur til þess að spila padle og hanga með barnabörnunum. Mun ég stýra liði aftur? Ég myndi útiloka það eins og staðan er í dag Við sjáum til hvernig þetta verður eftir nokkra mánuði en eins og staðan er núna er ekkert á borðinu,“ sagði Klopp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert