Englendingurinn eftirmaður Heimis

Steve McClaren stýrði síðast QPR.
Steve McClaren stýrði síðast QPR. Ljósmynd/qpr.co.uk

Englendingurinn Steve McClaren tekur við karlalandsliði Jamaíka í fótbolta en liðið hefur verið án þjálfara frá því að Heimir Hallgrímsson hætti.

Heimir hætti eftir Ameríkubikarinn þar sem Jamaíka féll úr leik í riðlakeppninni án þess að fá stig og tók við karlalandsliði Írlands.

Stephen McClaren stýrði síðast enska félagsliðinu Queen Park Rangers frá 2018-2019 en fyrir það var hann hjá Derby County og Newcastle. Hann var í tvö ár aðstoðarþjálfari hjá Alex Ferguson hjá Manchester United og var þjálfari enska landsliðsins frá 2006-2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert