Sara tilkynnt í Sádi-Arabíu

Sara Björk Gunnarsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir Ljósmynd/qadsiahwfc

Sara Björk Gunnarsdóttir var tilkynnt hjá sádiarabíska knattspyrnuliðinu Al Qadsiah í dag.

Sara fór frá Juventus í lok síðasta tímabils eftir að samningur hennar rann út og hún var tilkynnt hjá nýja liðinu í dag sem er staðsett í Al Khobar.

„Sara Björk stjarna sem mun skína fyrir Al Qadsiah,“ var skrifað um Söru þegar hún var tilkynnt.

 Hún er leikjahæsta kona í sögu íslenska landsliðsins og fyrsti Íslendingurinn til þess að spila í Sádí.

Al Qadsiah lentí í fjórða sæti af átta liðum á síðasta tímabili í úrvalsdeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert