Tilboð í Gallagher samþykkt

Conor Gallagher fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum í Chelsea.
Conor Gallagher fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum í Chelsea. AFP/Darren Staple

Chelsea hefur samþykkt tilboð Atletico Madrid í enska landsliðsmanninn Conor Gallagher. Miðjumaðurinn á einungis eitt ár eftir af samningi sínum við Lundúnarliðið.

Gallagher afþakkaði samningstilboð Chelsea í júní og því verður hann seldur í sumar. BBC greinir frá því að Chelsea vilji frekar selja leikmanninn úr landi heldur en til keppinauta á Englandi og því samþykkti félagið 33 milljón punda tilboð Atletico í leikmanninn.

Áður hafði Chelsea beðið um 45 milljónir frá Aston Villa fyrir leikmanninn en Gallagher getur farið ókeypis næsta sumar þegar samningur hans rennur út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert