Danir lögðu Ungverja

Mathias Gidsel í fangi Adrian Sipos í leik dagsins.
Mathias Gidsel í fangi Adrian Sipos í leik dagsins. AFP/Aris Messinis

Danir sigruðu Ungverja í B-riðli handboltakeppni Ólympíuleikana í París í morgun. Lokatölur 28:25 en Danir áttu í vandræðum lengi framan af leik með líkamlega sterka Ungverja.

Danir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 16:14, í jöfnum fyrri hálfleik. Ungverjar minnkuðu muninn í eitt mark eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik en þá sigu Danir framúr og náðu mest fimm marka forskoti í leiknum.

Mathias Gidsel var markahæstur Dana í leiknum með átta mörk, Lukas Lindhard og Mikkel Hansen skoruðu fimm hvor. Zoran Ilic skoraði fimm mörk fyrir Ungverja og Bence Banhidi og Richard Bodo fjögur hvor.

Danir eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Ungverjar eru með tvö stig þegar einn leikur er eftir af riðlakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert