Framlengir samninga við ólétta leikmenn

Evelyn Ijeh og Oona Sevenius, leikmenn AC Milan.
Evelyn Ijeh og Oona Sevenius, leikmenn AC Milan. Ljósmynd/AC Milan

Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan ætlar að tryggja það að konur tengdar liðinu sem verða óléttar á síðasta ári samnings síns fái framlengingu.

Þetta á við um leikmenn og starfsmenn en félagið mun einnig hjálpa foreldrum fjárhagslega. Til dæmis með ferðakostnað en ef liðið er að ferðast mun AC Milan aðstoða með flug og gistingu fyrir barnið og forráðamann.

Ítalska úrvalsdeild kvenna varð að atvinnumannadeild tímabilið 2022-23 og mun stækka úr 10 liðum í 13 lið tímabilið 2025-26.

Félagið vitnaði í rannsókn sem FIFAPro gerði á leikmönnum árið 2017 þar sem aðeins 2% leikmanna áttu börn og 47% sögðust hætta í fótbolta til þess að eignast fjölskyldu en Milan vill styðja leikmenn til þess að koma til baka eftir barnseignir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert