Íslenski markmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var í byrjunarliði FC Köbenhavn í 5:1-sigri liðsins á Magpies frá Gíbraltar í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi.
FCK lenti 1:0 undir eftir 17 mínútur þegar Rúnar fékk boltann til bara og sendi boltann í sóknarmann Magpies, Olatunde Bayode,og boltinn fór í markið.
Úff Rúnar Alex.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 1, 2024
Stuðningsmenn og andstæðingar FCK munu eiga field day næstu daga yfir þessum mistökum.
pic.twitter.com/AqtOpz9iIZ
Kaupmannhöfn vann sannfærandi sigur þrátt fyrir markið og vann einvígið samtals 8:1 og er komið í 3. umferð þar sem mótherjinn verður Baník Ostrava frá Tékklandi.