Óttar seldur til SPAL

Óttar Magnús er farinn til SPAL
Óttar Magnús er farinn til SPAL Ljósmynd/@oaklandrootssc

Knattspyrnumaðurinn Óttar Magnús Karlsson hefur verið seldur frá Venezia til SPAL á Ítalíu. Óttar lék á láni hjá Vis Pesaro á síðasta tímabili.

SPAL leikur í C-deildinni, sömu deild og Vis Pesaro og í sama riðli. Deildin er leikin í þremur tuttugu liða riðlum. SPAL, sem er frá borginni Ferrara, skammt sunnan við Feneyjar, endaði í 11. sæti af 20 liðum síðasta vetur en Vis Pesaro í 17. sæti.

Óttar, sem er 27 ára sóknarmaður, gekk til liðs við Venezia frá Víkingi árið 2020 en lék einungis tíu leiki og skoraði eitt mark fyrir Feneyjaliðið. Hann var lánaður til Siena, Oakland Roots í Bandaríkjunum, Francavilla og Vis Pesaro frá Venezia.

Óttar skoraði 10 mörk í 29 leikjum fyrir Vis Pesaro á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert