Stórsigur í Íslendingaslag

Mikael Anderson er í stóru hlutverki í liði AGF.
Mikael Anderson er í stóru hlutverki í liði AGF. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Mikael Anderson, landsliðsmaður í knattspyrnu, bauð Íslendingana hjá nýliðum Sönderjyske velkomna í dönsku úrvalsdeildina í kvöld þegar lið hans, AGF, vann stórsigur, 4:0, á heimavelli sínum í Árósum.

Mikael var að vanda drjúgur í sóknarleik AGF og lagði upp eitt markanna en hann lék allan leikinn.

Bakvörðurinn Atli Barkarson lék allan leikinn með Sönderjyske og framherjinn Kristall Máni Ingason fyrstu 75 mínúturnar en landsliðsmiðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson var ekki með í kvöld.

Þetta er fyrsti sigur AGF sem er með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu en Sönderjyske er aðeins komið með eitt stig úr þremur leikjum.

Í B-deildinni fagnaði Ari Leifsson sigri með Kolding gegn Fredericia, 1:0, en Ari lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Kolding. Þetta er fyrsti sigur Kolding eftir jafntefli í tveimur fyrstu leikjum tímabilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert