Formlegt tilboð Fiorentina í Albert

Albert Guðmundsson fagnar marki fyrir íslenska landsliðið.
Albert Guðmundsson fagnar marki fyrir íslenska landsliðið. AFP/Aitta Kisbenedek

Ítalska knattspyrnufélagið Fiorentina hefur gert Genoa formlegt tilboð í landsliðsmanninn Albert Guðmundsson.

Þetta segir ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. Þar segir hann að Fiorentina sé með kaup á Alberti í forgangi og nú sé málið komið af stað.

Tilboðið hljóði upp á lánssamning fyrir tímabilið 2024-25, þar sem Fiorentina greiði fimm milljónir fyrir Íslendinginn, og hafi að þeim tíma liðnum forkaupsrétt á honum fyrir 20 milljónir evra.

Di Marzio segir að forráðamenn Genoa vilji fá lánsupphæðina hækkaða en góður andi sé í viðræðunum og miklar líkur á að samningar takist.

Albert átti mjög gott tímabil með Genoa í A-deildinni síðasta vetur þegar hann skoraði 14 mörk og átti fjórar stoðsendingar en hann var fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert