Víti í súginn en Ísak skoraði sigurmark (myndskeið)

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði fyrir Norrköping.
Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði fyrir Norrköping. mbl.is/Hákon

Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson komu mikið við sögu í leik GAIS og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem var að ljúka í Gautaborg.

Þeir leika báðir með Norrköping sem er í erfiðri fallbaráttu í deildinni. Arnóri Ingva brást bogalistin af vítapunktinum í fyrri hálfleik en Ísak kom hins vegar Norrköping yfir á 53. mínútu leiksins.

Það reyndist sigurmark Norrköping, 1:0, og þriðji sigurliðsins í röð var því staðreynd. Liðið var á botninum fyrir þremur umferðum síðan en er nú komið upp í tólfta sætið af sextán liðum með 20 stig.

Arnór lék allan leikinn með Norrköping en Ísaki var skipt af velli á 62. mínútu.

Vítaspyrnu Arnórs og mark Ísaks má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert