Heimasíðan hrundi eftir félagaskiptin

Derek Cornelius í baráttu við Lionel Messi á Ameríkumótinu í …
Derek Cornelius í baráttu við Lionel Messi á Ameríkumótinu í sumar. AFP/Al Bello

Kanadíski knattspyrnumaðurinn Derek Cornelius er kominn til Marseille í Frakklandi frá Malmö í Svíþjóð.

Marseille greiðir sænska félaginu um 4,3 milljónir evra fyrir varnarmanninn, sem átti stóran þátt í sænska meistaratitli Malmö á síðustu leiktíð.

Þá átti hann sinn þátt í að Kanada fór alla leið í undanúrslit Ameríkubikarsins í sumar.

Stuðningsmenn Marseille eru gríðarlega spenntir fyrir komu Cornelius til félagsins og fjölmenntu þeir á heimasíðu Malmö eftir að félagaskiptin voru staðfest, með þeim afleiðingum að síðan hrundi.

Hún var komin í lag um 30 mínútum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert