Frá Manchester til Spánar

Julián Álvarez.
Julián Álvarez. AFP/Carmen Mandato

Argentínski landsliðsmaðurinn Julián Álvarez er á förum frá Englandsmeisturum Manchester City til Atletico Madrid í 1. deild á Spáni.

Atletico borgar samtals um 81 milljón punda fyrir Álvarez svo City græðir helling á leikmanninum sem félagið keypti á 14 milljónir punda í janúar 2022.

Hann hefur spilað 103 leiki fyrir City síðan hann kom og unnið fjölmarga titla, þar á meðal er hann tvöfaldur Englandsmeistari. Með argentínska landsliðinu varð hann heimsmeistari árið 2023 en tvöfaldur Ameríkumeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert