Landsliðsmaðurinn fer aftur á lán

Xavi Simons tók þátt á EM í sumar með hollenska …
Xavi Simons tók þátt á EM í sumar með hollenska landsliðinu. AFP/Odd Andersen

Hollenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Xavi Simons, fer aftur á láni til RB Leipzig í Þýskalandi frá franska PSG.

Simons er 21 árs og var hjá Leipzig á láni á síðasta tímabili þar sem hann skoraði tíu mörk og gaf 15 stoðsendingar í 43 leikjum. Hann var í lykilhlutverki hjá liðinu sem lenti í fjórða sæti í deildinni.

Hann tók þátt á Evrópumótinu í sumar og var í lykilhlutverki í hollenska liðinu sem komst alla leið í undanúrslit. Simons skoraði í leiknum og kom Hollandi yfir en liðið tapaði, 2:1, fyrir Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert