Spænski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Dani Olmo, kvaddi RB Leipzig í dag en hann hefur verið þar frá árinu 2020.
Olmo, sem er 26 ára, hefur spilað 148 leiki fyrir félagið, skorað 29 mörk og gefið 34 stoðsendingar en er nú á förum frá félaginu og er sterklega orðaður við spænska stórveldið Barcelona.
Hann var frábær á Evrópumótinu í sumar með spænska landsliðinu, var valinn í lið mótsins og var einn af markahæstu leikmönnum mótsins.
Miðjumaðurinn þakkaði Leipzig fyrir sig í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag.
A young club, a young player... We grew up, won our first trophies and made history together.
— Dani Olmo (@daniolmo7) August 9, 2024
Two Cups and the Super Cup are just some of the many unforgettable moments that'll always stay with me.
Thank you @RBLeipzig , you’ll forever be in my heart.#EinmalLeipzigImmerLeipzig pic.twitter.com/NoJEFbs7Gk