16 ára Íslendingur skrifar undir hjá dönsku meisturunum

Sigurður Jökull Ingvason skrifar undir þriggja ára samning hjá Midtjylland.
Sigurður Jökull Ingvason skrifar undir þriggja ára samning hjá Midtjylland. Ljósmynd/FC Midtjylland

Sigurður Jökull Ingvason hefur skrifað undir þriggja ára samning hjá danska knattspyrnufélaginu Midtjylland.  

Sigurður er 16 ára gamall markvörður sem gengur til liðs við dönsku meistarana frá Þór á Akureyri. Hann mun leika með U17 ára liði félagsins.  

„Sigurður er hæfileikaríkur markvörður, hann er tæknilega góður og getur tekið virkan þátt í uppspili frá marki. Tæknikunnátta hans er góð og hann býr yfir líkamlegum möguleikum og hugarfari sem við teljum að geti komið honum langt, segir Jacob Larsen, yfirþjálfari Midtjylland. 

Elías Rafn Ólafsson er aðalmarkvörður Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni og hélt hann hreinu í 2:0 sigri liðsins gegn Vejle í gær.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert