Aron Einar lagði upp jöfnunarmarkið (myndir)

Fyrirgjöfin frá Aroni sem gaf mark.
Fyrirgjöfin frá Aroni sem gaf mark. mbl.is/ Kristín Hallgrímsdóttir

Aron Einar Gunnarsson spilaði sinn fyrsta leik með Þór í 1. deild karla í fótbolta síðan 2006 og lagði upp jöfnunarmark liðsins.

Aron Einar kom inn á á 67. mínútu þegar Þór var 2:0 undir en það breyttist fljótt. Þór fékk víti sem Birkir Heimisson skoraði úr þremur mínútum eftir að Aron kom inn á og Aron lagði svo upp jöfnunarmarkið á 79. mínútu sem Vilhelm Ottó Biering Ottósson skoraði.

Aron Einar í baráttu í dag.
Aron Einar í baráttu í dag. mbl.is/Kristín Hallgrímsdóttir
Aron Einar stýrir leikmönnum Þórs.
Aron Einar stýrir leikmönnum Þórs. mbl.is/Kristín Hallgrímsdóttir
Leikurinn breyttist eftir að Aron Einar kom inn á.
Leikurinn breyttist eftir að Aron Einar kom inn á. mbl.is/ Kristín Hallgrímsdóttir
Aron EInar og Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs.
Aron EInar og Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs. mbl.is/Kristín Hallgrímsdóttir
Aron Einar, eiginkona hans Kristbjörg Jónasdóttir og synir eftir leikinn.
Aron Einar, eiginkona hans Kristbjörg Jónasdóttir og synir eftir leikinn. mbl.is/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert