Orri skoraði í Íslendingaslag

Orri Steinn Óskarsson skoraði þriðja mark sitt á tímabilinu í …
Orri Steinn Óskarsson skoraði þriðja mark sitt á tímabilinu í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði fyrir FC Köbenhavn þegar liðið vann SönderjyskE, 2:0, í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Markið skoraði Orri Steinn á 17. mínútu og byrjar tímabilið með eindæmum vel enda kominn með þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum deildarinnar, þar sem Köbenhavn er á toppnum með 10 stig.

Mohamed Elyounoussi innsiglaði sigurinn fjórum mínútum fyrir leikslok.

Orri Steinn lék 89 mínútur í fremstu víglínu en Rúnar Alex Rúnarsson var varamarkvörður liðsins.

Kristall Máni Ingason og Atli Barkarson voru báðir í byrjunarliði SönderjyskE en Kristall Máni var tekinn af velli eftir 39 mínútna leik.

Daníel Leó Grétarsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert