Sanchez snýr aftur

Alexis Sanchez í leik með síleska landsliðinu.
Alexis Sanchez í leik með síleska landsliðinu. AFP/Ron Jenkins

Síleski fótboltamaðurinn Alexis Sanchez hefur skrifað undir tveggja ára samning hjá ítalska félaginu Udinese.  

Samningur Sanchez við Inter Milan rann út í júlí. Í dag snýr hann aftur til Udinese, 18 árum eftir að hanngekk til liðsins árið 2006.  

Flestir þekkja Sanchez frá tíma hans í Barcelona og ensku úrvalsdeildinni. Sanchez fór frá Barcelona árið 2014 til Arsenal þar sem hann spilaði sinn besta fótbolta og skoraði 80 mörk í 166 leikjum.  

Árið 2018 gekk Sanchez til liðs við stórliðið Manchester United. Hann átti erfitt updráttar þar og skoraði aðeins 5 mörk í 45 leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert