Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson skoraði þrennu í fyrsta leik sínum með ítalska C-deildar liðinu Perugia í bikarleik í gær.
Adam var í byrjunarliði og skoraði fyrstu þrjú mörk sín fyrir félagið í sínum fyrsta leik. Mörkin komu öll í seinni hálfleik, á 54., 74. og 83. mínútu og má sjá hér fyrir neðan.
Þrennan hans Adams🎩✨ https://t.co/bGaT1IyjjN pic.twitter.com/X49kmMAQeL
— Íslenskur Fótbolti (@islenskurf) August 11, 2024
Adam kom fram í viðtali á samfélagsmiðlum liðsins eftir leikinn þar sem hann sagðist ánægður með góða byrjun.
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Það er mikilvægt að byrja á sigri og gott að skora þrjú mörk, er ánægður með fyrsta leikinn,“ sagði Adam.
𝑻𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒏 𝒐𝒇 𝒕𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒕𝒄𝒉! @adampalsson #forzaperugiasempre @seriecofficial #LatinaPerugia pic.twitter.com/RTXRWZp6qK
— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024