Þrenna hjá Adam (myndskeið)

Adam Ægir Pálsson skoraði þrennu í gær.
Adam Ægir Pálsson skoraði þrennu í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson skoraði þrennu í fyrsta leik sínum með ítalska C-deildar liðinu Perugia í bikarleik í gær.

Adam var í byrjunarliði og skoraði fyrstu þrjú mörk sín fyrir félagið í sínum fyrsta leik. Mörkin komu öll í seinni hálfleik, á 54., 74. og 83. mínútu og má sjá hér fyrir neðan.

Adam kom fram í viðtali á samfélagsmiðlum liðsins eftir leikinn þar sem hann sagðist ánægður með góða byrjun.

„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Það er mikilvægt að byrja á sigri og gott að skora þrjú mörk, er ánægður með fyrsta leikinn,“ sagði Adam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert