Hákon áfram gegn Mourinho eftir háspennu

Hákon Arnar Haraldsson með boltann í kvöld. Serbinn Dusan Tadic …
Hákon Arnar Haraldsson með boltann í kvöld. Serbinn Dusan Tadic eltir. AFP/Ozan Kose

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson og liðsfélagar hans í Lille eru komnir áfram í 4. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar eftir jafntefli gegn Fenerbahce frá Tyrklandi, 1:1, í seinni leik liðanna í Tyrklandi í kvöld. 

Lille vann fyrri leikinn 2:1 í Frakklandi og því einvígið 3:2. Lille mun mæta Union St. Gilloise frá Belgíu eða Slavia Prag frá Tékklandi í fjórðu umferð undankeppninnar en sigurvegarari þeirrar viðureignar fer beint í Meistaradeildina. 

Hákon var á sínum stað í byrjunarliði Lille en heimamenn í Fenerbahce náðu forystunni með sjálfsmarki undir lok leiks og var því framlengt. 

Hákon Arnar fór af velli á 98. mínútu en Jonathan David jafnaði metin fyrir Lille á 118. mínútu og tryggði franska liðinu áfram. 

Hinn víðfrægi José Mourinho stýrir Fenerbahce. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert