Eyjakonan farin frá Arsenal

Cloé Lacasse með boltann í leik Kanada gegn Þýskalandi.
Cloé Lacasse með boltann í leik Kanada gegn Þýskalandi. AFP/Sylvain Thomas

Eyjakonan Cloé Lacasse, sem bjó í Vest­manna­eyj­um í fimm ár og er með ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt, er farin frá Arsenal og til bandaríska knattspyrnufélagsins Utah Royals. 

Cloé gekk til liðs við Arsenal frá portúgalska stórliðinu Benfica síðasta sumar og lék 28 leiki með félaginu þar sem hún skoraði fimm mörk. 

Utah Royals spilar í gríðarlega sterku bandarísku NWSL-deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert