Faðir ungstirnisins varð fyrir stunguárás

Lamine Yamal í leik með Barcelona.
Lamine Yamal í leik með Barcelona. AFP/Manaure Quintero

Faðir knattspyrnumannsins Lamine Yamal, 17 ára leikmanns Evrópumeistara Spánar og Barcelona, varð fyrir stunguárás nálægt Barcelona á dögunum.

Spænska dagblaðið La Vanguardia greinir frá því að Mounir Nasraoui var stunginn með eggvopni mörgum sinnum eftir að ráðist var á hann í bílakjallara í Mataró, bæ í Katalóníu.

Mounir Nasraoui, faðir Lamine Yamal.
Mounir Nasraoui, faðir Lamine Yamal. AFP/Josep Lago

Var Nasraoui fluttur á sjúkrahús þar sem líðan hans var sögð stöðug en alvarleg. Síðar greindi spænska íþróttasíðan Relevo frá því að búið væri að útskrifa Nasraoui af sjúkrahúsi.

Búið er að handtaka nokkra karlmenn sem grunaðir eru um ódæðið.

Yamal er talinn einn besti ef ekki besti ungi leikmaður heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert