Orri keyptur á 50 milljónir punda?

Orri Steinn Óskarsson er að gera góða hluti í Kaupmannahöfn.
Orri Steinn Óskarsson er að gera góða hluti í Kaupmannahöfn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson er kominn í stórt hlutverk hjá danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn, þrátt fyrir að vera enn aðeins 19 ára gamall.

Hefur hann vakið athygli félaga í stærri deildum og bauð Girona á Spáni t.a.m. 11 milljónir evra í landsliðsmanninn. FCK hafnaði tilboðinu og skrifaði Orri undir nýjan samning stuttu síðar, þar sem hann fékk góða launahækkun.

Enski miðilinn Daily Mail fjallar um Orra í dag og er hann á tólf manna lista miðilsins yfir undrabörn sem geta náð langt.

Í umsögn miðilsins um Orra er tekið fram að framherjinn gæti verið keyptur á 50 milljónir punda á næstu tveimur árum, haldi hann áfram að gera vel hjá danska liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert