Pochettino kominn með nýtt starf

Mauricio Pochettino er orðinn þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna.
Mauricio Pochettino er orðinn þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna. AFP/Oli Scarff

Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino er orðinn þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna í knattspyrnu. 

Pochettino mun því, ef ekkert fer úrskeiðis, verða þjálfari Bandaríkjanna á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó eftir tvö ár. 

Gregg Berhalter var rekinn fyrr í sumar og hefur bandaríska knattspyrnusambandið verið í leit að þjálfara síðan. 

Pochettino var góður leikmaður á sínum tíma en hann hefur stýrt liðum eins og Tottenham, Chelsea og París SG. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert