Reynsluboltinn fór á kostum

Thomas Müller skoraði tvö og Harry Kane eitt.
Thomas Müller skoraði tvö og Harry Kane eitt. AFP/Christof Stache

Þýska stórveldið Bayern München hóf nýtt tímabil í fótboltanum með góðum hætti því liðið vann Ulm úr B-deildinni á útivelli, 4:0, í 1. umferð þýsku bikarkeppninnar í kvöld.  

Reynsluboltinn Thomas Müller skoraði tvö fyrstu mörk Bayern á fyrsta kortérinu og Kingsley Coman bætti við þriðja markinu á 79. mínútu.

Enski markahrókurinn Harry Kane gerði þriðja markið í uppbótartíma, eftir stoðsendingu frá áðurnefndum Müller.

Bayern freistar þess að verða Þýskur meistari enn á ný á leiktíðinni eftir að liðið endaði í öðru sæti á síðasta tímabili á eftir mögnuðu Bayer Leverkusen-liði sem tapaði ekki leik í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert