Enn einn bikar til Leverkusen

Lukás Hrádecký, fyrirliði Bayer Leverkusen, lyftir bikarnum í kvöld.
Lukás Hrádecký, fyrirliði Bayer Leverkusen, lyftir bikarnum í kvöld. AFP/Sascha Schuermann

Bayer Leverkusen vann þýska ofurbikarinn eftir sigur gegn Stuttgart í vítakeppni á heimavelli Bayer Leverkusen í kvöld.  

Nígeríski framherjinn Victor Boniface kom Bayer Leverkusen yfir á 11. mínútu. Enzo Millot jafnaði metin fyrir Stuttgart aðeins fjórum mínútum síðar.  

Á 37. mínútu varð Leverkusen manni færri þegar Frakkinn Martin Terrier fékk rautt spjald fyrir ljóta tæklingu.  

Varamaðurinn Deniz Undav gaf Stuttgart forystu þegar hann skoraði eftir að hafa verið inn á í aðeins eina mínútu.  

Allt stefndi í sigur Stuttgart þar til á 88. Mínútu. Þá jafnaði Tékkinn Patrick Schick fyrir Leverkusen.  

Fleiri urðu mörkin ekki og þurfti því að fara í vítaspyrnukeppni. Þar bar Leverkusen sigur úr býtum, 4:3.  

Lukás Hrádecký, markvörður Leverkusen, varði vítaspyrnu Franz Krätzig og Silas Mvumpa skaut yfir úr sinni vítaspyrnu.  

Patrik Schick, Alejandro Grimaldo, Aleix Garcíaog Edmond Tapsoba skoruðu úr vítum Leverkusen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert