Skoraði á 30. mínútu í uppbótartíma

Bafodé Diakité og Hákon fagna marki í dag.
Bafodé Diakité og Hákon fagna marki í dag. AFP/Francois Nascimbeni

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille unnu 2:0 sigur á Reims í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu.  

Hákon Arnar byrjaði á bekknum en kom inn á fyrir Angel Gomes á 44. mínútu eftir að hann lenti í harkalegu samstuði við Amadou Kone sem fékk rautt spjald.  

Leikurinn var stöðvaður í rúman hálftíma á meðan Gomes var að ná meðvitund á ný og síðar fluttur á sjúkrahús.  

Á 30. mínútu í uppbótartíma í fyrri hálfleik kom Frakkinn Bafodé Diakité Lille yfir.  

Jonathan David innsiglaði sigur Lille á þriðju mínútu í uppbótartíma í síðari hálfleik og voru lokaniðurstöður, 2:0 sigur Lille.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert