Fjallar um himinháar launatölur Alberts

Albert Guðmundsson er kominn til Fiorentina frá Genoa.
Albert Guðmundsson er kominn til Fiorentina frá Genoa. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er kominn til Fiorentina að láni frá Genoa, en bæði lið leika í ítölsku A-deildinni. Hefur Fiorentina möguleika á að kaupa Albert alfarið eftir leiktíðina.

Ítalski blaðamaðurinn Niccolò Ceccarini fjallar í dag um að Albert hækki duglega í launum við félagaskiptin.

Albert var með rúmar 1,5 milljónir evra í árslaun hjá Genoa, eða tæpar 230 milljónir króna. Hjá Fiorentina þénar hann um tvær milljónir evra á ári, eða rúmar 300 milljónir króna.

Ceccarini greinir einnig frá að allar líkur séu á að Fiorentina láti verða að kaupunum, en til þess þarf félagið að reiða fram um 20 milljónir evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert