Kærður fyrir að sýna löngutöng

Mikil læti voru á meðan á leik stóð, sem og …
Mikil læti voru á meðan á leik stóð, sem og eftir leik. AFP

Portúgalski knattspyrnuþjálfarinn Goncalo Feio er mögulega á leiðinni í bann fyrir hegðun sína eftir leik pólska liðsins Legia frá Varsjá gegn Brøndby frá Danmörku.

Feio, sem stýrir Legia-liðinu, var ósáttur við stuðningsmenn danska liðsins eftir leik liðanna í Varsjá í Sambandsdeildinni. Gekk hann í áttina að þeim og sýndi þeim löngutöng á báðum höndum.

UEFA hefur kært Feio og á hann yfir höfði sér bann fyrir athæfið. Þá á Brøndby yfir höfði sér sekt þar sem stuðningsmenn félagsins kveiktu flugelda í stúkunni í Póllandi.

Legia vann einvígið 4:3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert