Tveir þjálfarar farnir eftir tvo leiki

Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Preston og Stefáni.
Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Preston og Stefáni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston North End hafa byrjað tímabilið erfiðlega í ensku B-deildinni.  

Liðið þurfti að þola 3:0 tap gegn Swansea City í gær og sagði Mike Marsh upp störfum en hann hafði verið ráðinn tímabundið sem þjálfari liðsins.  

Í síðustu viku hafði Ryan Lowe sagt upp störfum sem þjálfari liðsins eftir 2:0 tap gegn Sheffield United og var Marsh ráðinn tímabundið í stað hans.  

Preston er því enn á ný í leit að nýjum þjálfara.  

Stefán Teitur gekk til liðs við Preston í sumar frá Silkeborg í danmörku. Hann átti frábært tímabil með Silkeborg á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að vinna danska bikarinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert