Valgeir hafði betur í Íslendingaslagnum

Valgeir Lunddal Friðriksson.
Valgeir Lunddal Friðriksson. Ljósmynd/KSÍ

Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar í Häcken höfðu betur í Íslendingaslagnum gegn Brommapojkarna, 3:1, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.  

Hlynur Freyr Karlsson leikur með Brommpajkarna en hann lék fyrstu 65 mínútur leiksins. Valgeir Lunddal var inn á allan leikinn.  

Mörk Häcken skoruðu Mikkel Rygaard, Ali Youssef og Amor Layouni. Nikola Vasic skoraði mark Brommapojkarna.  

Häcken situr í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig en Brommapojkarna er í tíunda sæti með 25 stig.  

Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Elfsborg í 1:1 jafntefli liðsins gegn Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni. Eggert Aron Guðmundsson var ekki í hóp Elfsborg í dag.  

Elfsborg er í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig, stigi á eftir Mjällby í fimmta sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert