Biðst afsökunar á löngutönginni

Fjör í stúkunni hjá Brøndby.
Fjör í stúkunni hjá Brøndby. AFP

Portúgalski þjálfarinn Goncalo Feio hefur beðist afsökunar á framferði sínu eftir leik Legia Varsjár og Brøndby í Sambandsdeild Evrópu. Feio sýndi stuðningsmönnum danska liðsins fingurinn eftir sigur lærisveina hans. 

Framkoma Feio vakti mikla athygli enda ekki í anda leiksins en hann á yfir höfði sér refsingu frá evrópska knattspyrnusambandinu. Portúgalinn hefur nú séð að sér.

„Í leikslok á fimmtudagskvöldið sendi ég óviðeigandi skilaboð sem samræmast hvorki gildum mínum né félagsins. Ég vil biðjast afsökunar á að sýna tilfinningar sem eiga ekki samleið með íþróttaandanum og sýndu mótherjanum óvirðingu“, segir Freio í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert